Skot er ungt og kraftmikið framleiðslufyrirtæki með starfsmenn sem eru ýmist hoknir af reynslu eða brakandi af ferskleika, fagfólk í gerð auglýsinga og sjónvarpsefnis.

Við hjá Skoti erum öll sammála um að sagan verði að vera góð, hvort sem hún er stutt eða löng. Það er svo okkar að sjá um að fara með hana þannig að hún nái jafnt auga sem eyra áhorfandans, hreyfi við honum, græti hann og gleðji.
_____

Skot is a new, Icelandic company, but the people behind it are very experienced in the business. We are professionals working in advertising and television programming, in addition to net trolls who excel in making marketing material for the web.

The people of Skot all agree that the story has to be a good one, be it long or short. Our job, and ultimate goal, is always to have the story successfully reach to the broadest audience.

gunni

Gunnar Páll Ólafsson

Eigandi | Leikstjóri

Gunnar Páll Ólafsson

er sem sagt Gunnar í hinu afkastamikla og margverðlaunaða leikstjórateymi Samuel&Gunnar og einn eigenda Skots. Sammi segir að hann sé að öllum líkindum ekki stundvísasti maðurinn í bransanum en á móti er enginn í heiminum með næmara auga og eyra fyrir tímasetningum. Gunni er rólegheitamaður og drengur góður, drekkur gjarnan þungan bjór og hefur m.a.s. gengið í bjórskóla. Þeir félagar hafa unnið saman í átján ár og eru alls ekki á þeim buxunum að fara að hætta því núna. Sem betur fer.
_____

is the other half of the Samuel&Gunnar director team. Sammi says Gunni is probably not the most punctual guy in the business, but on the other hand nobody has a better eye for timing. Gunni likes his beer strong and he has attended a beer school. The two fellows have worked together for sixteen years and have no intention of slowing it down.

Fortunately.

Hlynur

Hlynur Sigurðsson

Eigandi | Framkvæmdarstjóri

Hlynur Sigurðsson

er elsti og gráhærðasti maðurinn í húsinu. Hann vill að hér standi líka að hann sé sá virðulegasti. Hann er einn eigenda Skots og framkvæmdastjórinn á bænum. Hlynur er búinn að vera í sjónvarpi frá aldamótum og ekkert er honum óviðkomandi. Golf, fréttir, golf, barnaefni, golf, fasteignasjónvarp, golf, spjallþættir og golf. Hann var auk þess frumkvöðull í netsjónvarpi í árdaga þess. Svo er hann með MBA gráðu frá Copenhagen Business School. Enginn útlendingur getur samt borið fram nafnið hans.
_____

is the oldest and the most grey-haired man in the house. He would like to point out that he is also the classiest. Hlynur has been working on TV since the turn of the century and has been involved in nearly everything. Golf, news, golf, children’s television, golf, real estate programmes, talk shows, and golf. In addition to that, he was a pioneer in online television during it’s first steps. He also has a MBA from Copenhagen Business School. It’s a pity, though, that no foreigner seems to be able to pronounce his name.

Inga Lind

Inga Lind Karlsdóttir

Eigandi | Framleiðandi

Inga Lind Karlsdóttir

er einn af eigendum Skots og hefur starfað við fjölmiðla í rúm tuttugu ár, lengst af í sjónvarpi sem fréttamaður, þáttastjórnandi og kynnir. Hún hefur verið með puttana í heimildamyndavinnu og raunveruleikasjónvarpi og öllu þar á milli því henni finnst þetta allt saman jafn ofsalega gaman. Mottóið hennar er einmitt að þetta (lesist: allt) verði að vera gaman. Inga Lind lauk AMP í Media og Entertainment frá IESE Business School í fyrra en hún nam líka íslensku við Háskóla Íslands og gerir aldrei stafsetningavilur.
_____

has been working in media for 20 years, mostly as a reporter, show host and an emcee. She has been neck-deep in both reality TV and documentary work, which she very much enjoys. She studied Icelandic in university and never, ever, makes spelling erors.

kristin_new6

Kristín Andrea Þórðardóttir

Framleiðandi

Kristín Andrea Þórðardóttir

er framleiðandi og hefur verið á bólakafi kvikmyndabransanum í rúman áratug, vinnandi við allnokkrar dúndurgóðar kvikmyndir. Okkar hlutlausa mat á þessum nýjasta starfsmanni Skots er að hún geti allt. Hún bjó í Danmörku í upphafi aldarinnar, lærði alþjóðaviðskipti og tók svo master í markaðsfræðum, samskiptum og stjórnun. Akkúrat núna er hún sokkin ofan í þróun á heimildaverkefnum en þegar hún kemur upp til að anda, fer hún helst alla leið upp á eitthvað fjall. Kristín Andrea er annar höfuðpaur Skjaldborgar, hátíðar íslenskra heimildamynda, og er með eina slíka mynd í smíðum sjálf.

samuel2

Samúel Bjarki Pétursson

Eigandi | Leikstjóri

Samúel Bjarki Pétursson

er annar helmingurinn af auglýsingaleikstjórateyminu Samuel&Gunnar og einn eigenda Skots. Sammi er í banastuði daginn langan og eiginlega alltaf brosandi, einbeittur maður mjög og gengur glaður í ólíklegustu verk, jafn hérlendis sem erlendis. Einn daginn innréttar hann skrifstofuhúsnæði Skots, þann næsta hannar hann vefsíðuna, flokkar allt efni sem hann finnur, merkir, raðar, lagar og svo passar hann alltaf að allt sé hreint og fínt hjá okkur. Hann leggur áherslu á að borða hollan og næringarríkan mat en vill alls ekki drekka þungan bjór. Við dæmum hann ekki fyrir það.
_____

is one half of the productive and multi rewarded commercial director team Samuel&Gunnar.

Sammi is upbeat all day long, but also highly focused and gladly takes on the most random tasks, be it here in Iceland or abroad. He puts emphasis on a healthy, nutritious diet but really doesn’t like to drink strong beer. We shall not judge him for that.