Skot er nýtt, íslenskt fyrirtæki en starfsmenn þess eru hoknir af reynslu. Hér vinnur fagfólk í auglýsinga- og dagskrárgerð auk nettrölla sem kunna manna best að búa til markaðsefni fyrir vefinn.

Við hjá Skoti erum öll sammála um að sagan verði að vera góð, hvort sem hún er stutt eða löng. Það er svo okkar að sjá um að fara með hana þannig að hún nái augum sem flestra.

Hafðu samband
img_2833

Andri Ómarsson

Andri Ómarsson

segist vera með óþægilega mikið blæti fyrir verkefnastjórnunarhugbúnaði. Við hin erum aftur á móti mjög ánægð með þetta blæti hans og njótum góðs af öllu skipulagða skipulaginu. Hann er að sjálfsögðu með allt það nýjasta í tæknimálum á hreinu og tekur að sér útsendingastjórn eins og ekkert sé auðveldara. Hann pródúserar auglýsingar, sjónvarpsþætti og uppákomur af ýmsu tagi og hefur mikla reynslu af þessu öllu saman. Þegar hann á lausa stund, sem gerist af og til, er hann úti í náttúrinni. Að njóta. Og skipuleggja.

daniel

Daníel Bjarnason

Daníel Bjarnason

er leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður. Hann er með sjúklega mikinn áhuga á heimildamyndum, auglýsingum, kvikmyndum, stuttmyndum og öllum myndum (nema dónamyndum. Hann hefur engan áhuga á þeim). Hann er ljúfi maðurinn í húsinu og aldrei með nein læti. Nema við klippitölvuna. Þá brýst út brjálæðið í honum.

gunni

Gunnar Páll Ólafsson

Gunnar Páll Ólafsson

er sem sagt Gunni í leikstjórateyminu Samuel&Gunnar. Sammi segir að hann sé að öllum líkindum ekki stundvísasti maðurinn í bransanum en á móti er enginn í heiminum með næmara auga fyrir tímasetningum. Gunni drekkur gjarnan þungan bjór og hefur m.a.s. gengið í bjórskóla. Þeir félagar hafa unnið saman í sextán ár og eru alls ekki á þeim buxunum að fara að hætta því núna. Sem betur fer.

Hlynur

Hlynur Sigurðsson

Hlynur Sigurðsson

er elsti og gráhærðasti maðurinn í húsinu. Hann vill að hér standi líka að hann sé sá virðulegasti. Hlynur er búinn að vera í sjónvarpi frá aldamótum og ekkert er honum óviðkomandi. Golf, fréttir, golf, barnaefni, golf, fasteignasjónvarp, golf, spjallþættir og golf. Hann var auk þess frumkvöðull í netsjónvarpi í árdaga þess. Svo er hann með MBA gráðu frá Copenhagen Business School. Enginn útlendingur getur samt borið fram nafnið hans.

Inga Lind

Inga Lind Karlsdóttir

Inga Lind Karlsdóttir

hefur starfað við fjölmiðla í 20 ár, lengst af í sjónvarpi sem fréttamaður, þáttastjórnandi og kynnir. Hún hefur verið á bólakafi jafnt í heimildamyndavinnu sem raunveruleikasjónvarpi og henni finnst þetta allt saman jafn ofsalega gaman. Hún nam íslensku við Háskóla Íslands og gerir aldrei stafsetningavilur.

samuel2

Samúel Bjarki Pétursson

Samúel Bjarki Pétursson

er annar helmingurinn af hinu afkastamikla og margverðlauna auglýsingaleikstjórateymi Samuel&Gunnar. Sammi er í banastuði daginn langan, er einbeittur maður mjög og gengur glaður í ólíklegustu verk, jafn hérlendis sem erlendis. Hann leggur áherslu á að borða hollan og næringarríkan mat en vill alls ekki drekka þungan bjór. Við dæmum hann ekki fyrir það.